Innlent

Meirihluti aðildarfélaga BHM saman í kjaraviðræður við ríkið

Guðlaug Kristjánsdóttir.
Guðlaug Kristjánsdóttir.

Mikill meirihluti aðildarfélaga Bandalags háskólamanna ákvað á fundi í gærkvöld að hefja formlega samvinnu í viðræðum við ríkið um kjarasamninga. Fram kemur í tilkynningu frá bandalaginu að nú standi yfir fyrsti samráðsfundur félaganna í Borgartúni 6 þar sem verið er að vinna drög að kröfugerð. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, mun svo síðar í dag hafa samband við samninganefnd ríkisins og fara fram á fund með samráðshópnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×