Lögmaður Breiðavíkursamtakanna býst við betri tillögum frá forsætisráðuneytinu 4. september 2008 18:47 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. „Ég býst allt eins við því að það sé verið að vinna að nýjum lausnum og aðferðum í ráðuneytinu," segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Breiðavíkursamtakanna. Ragnar bendir á að ekki sé komið fram endanlegt frumvarp um bætur til fyrrverandi vistmanna í Breiðavík. Ríkissjónvarpið greindi í gær frá hugmyndum þess efnis að bætur til þeirra sem hefðu verið vistaðir á Breiðavíkurheimilinu 1959-1972 verði frá 375 þúsund krónum, upp í rúmar 2 milljónir. Breiðavíkursamtökin telja þessar upphæðir allt of lágar.Aðferðin óheppileg Ragnar segir erfitt að fallast á þá aðferð sem eigi að fara til að greiða mönnunum bætur. „Hún er að mínu viti óheppileg að því leytinu til að það er gert ráð fyrir því að hver einasti maður verði að sækja um bætur. Það upplifa margir það sem auðmýkjandi," Ragnar bendir jafnframt á að menn muni veigra sér við því að sækja um bætur ef þeir þurfi að gangast undir mat geðlækna til þess.Engin ein leið að ákveða bætur „Það er engin ein aðferð til til þess að ákveða slíkar bætur. Sú aðferð sem þarna er stungið upp á er bara tilbúin aðferð," segir Ragnar. Hann bendir á að reynt sé að byggja tölurnar á dómum dómstólanna í líkamstjóna og kynferðisbrotamálum. „Það er ekki tekið tillit til dóms sem ég tel að komist einna helst nálægt þessu. Það er dómur í máli manns á fimmtugsaldri sem hafði verið gerð ófrjósemisaðgerð á án þess að hann vissi þegar hann var 18 ára. Og hann komst ekki að því fyrr en löngu síðar. Ég höfðaði mál fyrir hönd hans og þær bætur sem honum voru dæmdar voru á nútímaverðlagi 10 milljónir," segir Ragnar. Ragnar segir að menn geti síðan velt því fyrir sér hvort hafi orðið meiri röskun á högum manns sem hafi verið gerður ófrjór eða mannanna í Breiðavík. Þeir hafi verið sviptir frelsi, sviptir skólagöngu, sviptir samskiptum við fjölskylduna og látnir sæta nauðungarvinnu yfir lengri tíma. Taka þurfi tillit til þessara þátta og að mennirnir hafi misst af tækifæri til þess að þroskast á við einstaklinga á sama aldri. Þá bendir Ragnar á að frelsissviptingin sem mennirnir hafi sætt sem drengir hafi yfirleitt ekki átt sér neina lagastoð. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Ég býst allt eins við því að það sé verið að vinna að nýjum lausnum og aðferðum í ráðuneytinu," segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Breiðavíkursamtakanna. Ragnar bendir á að ekki sé komið fram endanlegt frumvarp um bætur til fyrrverandi vistmanna í Breiðavík. Ríkissjónvarpið greindi í gær frá hugmyndum þess efnis að bætur til þeirra sem hefðu verið vistaðir á Breiðavíkurheimilinu 1959-1972 verði frá 375 þúsund krónum, upp í rúmar 2 milljónir. Breiðavíkursamtökin telja þessar upphæðir allt of lágar.Aðferðin óheppileg Ragnar segir erfitt að fallast á þá aðferð sem eigi að fara til að greiða mönnunum bætur. „Hún er að mínu viti óheppileg að því leytinu til að það er gert ráð fyrir því að hver einasti maður verði að sækja um bætur. Það upplifa margir það sem auðmýkjandi," Ragnar bendir jafnframt á að menn muni veigra sér við því að sækja um bætur ef þeir þurfi að gangast undir mat geðlækna til þess.Engin ein leið að ákveða bætur „Það er engin ein aðferð til til þess að ákveða slíkar bætur. Sú aðferð sem þarna er stungið upp á er bara tilbúin aðferð," segir Ragnar. Hann bendir á að reynt sé að byggja tölurnar á dómum dómstólanna í líkamstjóna og kynferðisbrotamálum. „Það er ekki tekið tillit til dóms sem ég tel að komist einna helst nálægt þessu. Það er dómur í máli manns á fimmtugsaldri sem hafði verið gerð ófrjósemisaðgerð á án þess að hann vissi þegar hann var 18 ára. Og hann komst ekki að því fyrr en löngu síðar. Ég höfðaði mál fyrir hönd hans og þær bætur sem honum voru dæmdar voru á nútímaverðlagi 10 milljónir," segir Ragnar. Ragnar segir að menn geti síðan velt því fyrir sér hvort hafi orðið meiri röskun á högum manns sem hafi verið gerður ófrjór eða mannanna í Breiðavík. Þeir hafi verið sviptir frelsi, sviptir skólagöngu, sviptir samskiptum við fjölskylduna og látnir sæta nauðungarvinnu yfir lengri tíma. Taka þurfi tillit til þessara þátta og að mennirnir hafi misst af tækifæri til þess að þroskast á við einstaklinga á sama aldri. Þá bendir Ragnar á að frelsissviptingin sem mennirnir hafi sætt sem drengir hafi yfirleitt ekki átt sér neina lagastoð.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira