Lögmaður Breiðavíkursamtakanna býst við betri tillögum frá forsætisráðuneytinu 4. september 2008 18:47 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. „Ég býst allt eins við því að það sé verið að vinna að nýjum lausnum og aðferðum í ráðuneytinu," segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Breiðavíkursamtakanna. Ragnar bendir á að ekki sé komið fram endanlegt frumvarp um bætur til fyrrverandi vistmanna í Breiðavík. Ríkissjónvarpið greindi í gær frá hugmyndum þess efnis að bætur til þeirra sem hefðu verið vistaðir á Breiðavíkurheimilinu 1959-1972 verði frá 375 þúsund krónum, upp í rúmar 2 milljónir. Breiðavíkursamtökin telja þessar upphæðir allt of lágar.Aðferðin óheppileg Ragnar segir erfitt að fallast á þá aðferð sem eigi að fara til að greiða mönnunum bætur. „Hún er að mínu viti óheppileg að því leytinu til að það er gert ráð fyrir því að hver einasti maður verði að sækja um bætur. Það upplifa margir það sem auðmýkjandi," Ragnar bendir jafnframt á að menn muni veigra sér við því að sækja um bætur ef þeir þurfi að gangast undir mat geðlækna til þess.Engin ein leið að ákveða bætur „Það er engin ein aðferð til til þess að ákveða slíkar bætur. Sú aðferð sem þarna er stungið upp á er bara tilbúin aðferð," segir Ragnar. Hann bendir á að reynt sé að byggja tölurnar á dómum dómstólanna í líkamstjóna og kynferðisbrotamálum. „Það er ekki tekið tillit til dóms sem ég tel að komist einna helst nálægt þessu. Það er dómur í máli manns á fimmtugsaldri sem hafði verið gerð ófrjósemisaðgerð á án þess að hann vissi þegar hann var 18 ára. Og hann komst ekki að því fyrr en löngu síðar. Ég höfðaði mál fyrir hönd hans og þær bætur sem honum voru dæmdar voru á nútímaverðlagi 10 milljónir," segir Ragnar. Ragnar segir að menn geti síðan velt því fyrir sér hvort hafi orðið meiri röskun á högum manns sem hafi verið gerður ófrjór eða mannanna í Breiðavík. Þeir hafi verið sviptir frelsi, sviptir skólagöngu, sviptir samskiptum við fjölskylduna og látnir sæta nauðungarvinnu yfir lengri tíma. Taka þurfi tillit til þessara þátta og að mennirnir hafi misst af tækifæri til þess að þroskast á við einstaklinga á sama aldri. Þá bendir Ragnar á að frelsissviptingin sem mennirnir hafi sætt sem drengir hafi yfirleitt ekki átt sér neina lagastoð. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Ég býst allt eins við því að það sé verið að vinna að nýjum lausnum og aðferðum í ráðuneytinu," segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Breiðavíkursamtakanna. Ragnar bendir á að ekki sé komið fram endanlegt frumvarp um bætur til fyrrverandi vistmanna í Breiðavík. Ríkissjónvarpið greindi í gær frá hugmyndum þess efnis að bætur til þeirra sem hefðu verið vistaðir á Breiðavíkurheimilinu 1959-1972 verði frá 375 þúsund krónum, upp í rúmar 2 milljónir. Breiðavíkursamtökin telja þessar upphæðir allt of lágar.Aðferðin óheppileg Ragnar segir erfitt að fallast á þá aðferð sem eigi að fara til að greiða mönnunum bætur. „Hún er að mínu viti óheppileg að því leytinu til að það er gert ráð fyrir því að hver einasti maður verði að sækja um bætur. Það upplifa margir það sem auðmýkjandi," Ragnar bendir jafnframt á að menn muni veigra sér við því að sækja um bætur ef þeir þurfi að gangast undir mat geðlækna til þess.Engin ein leið að ákveða bætur „Það er engin ein aðferð til til þess að ákveða slíkar bætur. Sú aðferð sem þarna er stungið upp á er bara tilbúin aðferð," segir Ragnar. Hann bendir á að reynt sé að byggja tölurnar á dómum dómstólanna í líkamstjóna og kynferðisbrotamálum. „Það er ekki tekið tillit til dóms sem ég tel að komist einna helst nálægt þessu. Það er dómur í máli manns á fimmtugsaldri sem hafði verið gerð ófrjósemisaðgerð á án þess að hann vissi þegar hann var 18 ára. Og hann komst ekki að því fyrr en löngu síðar. Ég höfðaði mál fyrir hönd hans og þær bætur sem honum voru dæmdar voru á nútímaverðlagi 10 milljónir," segir Ragnar. Ragnar segir að menn geti síðan velt því fyrir sér hvort hafi orðið meiri röskun á högum manns sem hafi verið gerður ófrjór eða mannanna í Breiðavík. Þeir hafi verið sviptir frelsi, sviptir skólagöngu, sviptir samskiptum við fjölskylduna og látnir sæta nauðungarvinnu yfir lengri tíma. Taka þurfi tillit til þessara þátta og að mennirnir hafi misst af tækifæri til þess að þroskast á við einstaklinga á sama aldri. Þá bendir Ragnar á að frelsissviptingin sem mennirnir hafi sætt sem drengir hafi yfirleitt ekki átt sér neina lagastoð.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira