Lögmaður Breiðavíkursamtakanna býst við betri tillögum frá forsætisráðuneytinu 4. september 2008 18:47 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. „Ég býst allt eins við því að það sé verið að vinna að nýjum lausnum og aðferðum í ráðuneytinu," segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Breiðavíkursamtakanna. Ragnar bendir á að ekki sé komið fram endanlegt frumvarp um bætur til fyrrverandi vistmanna í Breiðavík. Ríkissjónvarpið greindi í gær frá hugmyndum þess efnis að bætur til þeirra sem hefðu verið vistaðir á Breiðavíkurheimilinu 1959-1972 verði frá 375 þúsund krónum, upp í rúmar 2 milljónir. Breiðavíkursamtökin telja þessar upphæðir allt of lágar.Aðferðin óheppileg Ragnar segir erfitt að fallast á þá aðferð sem eigi að fara til að greiða mönnunum bætur. „Hún er að mínu viti óheppileg að því leytinu til að það er gert ráð fyrir því að hver einasti maður verði að sækja um bætur. Það upplifa margir það sem auðmýkjandi," Ragnar bendir jafnframt á að menn muni veigra sér við því að sækja um bætur ef þeir þurfi að gangast undir mat geðlækna til þess.Engin ein leið að ákveða bætur „Það er engin ein aðferð til til þess að ákveða slíkar bætur. Sú aðferð sem þarna er stungið upp á er bara tilbúin aðferð," segir Ragnar. Hann bendir á að reynt sé að byggja tölurnar á dómum dómstólanna í líkamstjóna og kynferðisbrotamálum. „Það er ekki tekið tillit til dóms sem ég tel að komist einna helst nálægt þessu. Það er dómur í máli manns á fimmtugsaldri sem hafði verið gerð ófrjósemisaðgerð á án þess að hann vissi þegar hann var 18 ára. Og hann komst ekki að því fyrr en löngu síðar. Ég höfðaði mál fyrir hönd hans og þær bætur sem honum voru dæmdar voru á nútímaverðlagi 10 milljónir," segir Ragnar. Ragnar segir að menn geti síðan velt því fyrir sér hvort hafi orðið meiri röskun á högum manns sem hafi verið gerður ófrjór eða mannanna í Breiðavík. Þeir hafi verið sviptir frelsi, sviptir skólagöngu, sviptir samskiptum við fjölskylduna og látnir sæta nauðungarvinnu yfir lengri tíma. Taka þurfi tillit til þessara þátta og að mennirnir hafi misst af tækifæri til þess að þroskast á við einstaklinga á sama aldri. Þá bendir Ragnar á að frelsissviptingin sem mennirnir hafi sætt sem drengir hafi yfirleitt ekki átt sér neina lagastoð. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Ég býst allt eins við því að það sé verið að vinna að nýjum lausnum og aðferðum í ráðuneytinu," segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Breiðavíkursamtakanna. Ragnar bendir á að ekki sé komið fram endanlegt frumvarp um bætur til fyrrverandi vistmanna í Breiðavík. Ríkissjónvarpið greindi í gær frá hugmyndum þess efnis að bætur til þeirra sem hefðu verið vistaðir á Breiðavíkurheimilinu 1959-1972 verði frá 375 þúsund krónum, upp í rúmar 2 milljónir. Breiðavíkursamtökin telja þessar upphæðir allt of lágar.Aðferðin óheppileg Ragnar segir erfitt að fallast á þá aðferð sem eigi að fara til að greiða mönnunum bætur. „Hún er að mínu viti óheppileg að því leytinu til að það er gert ráð fyrir því að hver einasti maður verði að sækja um bætur. Það upplifa margir það sem auðmýkjandi," Ragnar bendir jafnframt á að menn muni veigra sér við því að sækja um bætur ef þeir þurfi að gangast undir mat geðlækna til þess.Engin ein leið að ákveða bætur „Það er engin ein aðferð til til þess að ákveða slíkar bætur. Sú aðferð sem þarna er stungið upp á er bara tilbúin aðferð," segir Ragnar. Hann bendir á að reynt sé að byggja tölurnar á dómum dómstólanna í líkamstjóna og kynferðisbrotamálum. „Það er ekki tekið tillit til dóms sem ég tel að komist einna helst nálægt þessu. Það er dómur í máli manns á fimmtugsaldri sem hafði verið gerð ófrjósemisaðgerð á án þess að hann vissi þegar hann var 18 ára. Og hann komst ekki að því fyrr en löngu síðar. Ég höfðaði mál fyrir hönd hans og þær bætur sem honum voru dæmdar voru á nútímaverðlagi 10 milljónir," segir Ragnar. Ragnar segir að menn geti síðan velt því fyrir sér hvort hafi orðið meiri röskun á högum manns sem hafi verið gerður ófrjór eða mannanna í Breiðavík. Þeir hafi verið sviptir frelsi, sviptir skólagöngu, sviptir samskiptum við fjölskylduna og látnir sæta nauðungarvinnu yfir lengri tíma. Taka þurfi tillit til þessara þátta og að mennirnir hafi misst af tækifæri til þess að þroskast á við einstaklinga á sama aldri. Þá bendir Ragnar á að frelsissviptingin sem mennirnir hafi sætt sem drengir hafi yfirleitt ekki átt sér neina lagastoð.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira