Paul fór á kostum í stórsigri New Orleans 29. janúar 2008 09:16 Chris Paul var hársbreidd frá því að ná þrefaldri tvennu gegn Denver Nordic Photos / Getty Images Leikstjórnandinn Chris Paul fór á kostum í nótt þegar New Orleans vann níunda leik sinn í röð í NBA deildinni. Liðið rótburstaði Denver á heimavelli 117-93 í leik sem var í raun ekki spennandi nema í tíu mínútur, slíkir voru yfirburðir heimamanna. New Orleans er heitasta liðið í NBA deildinni í dag og það var hinn ungi Paul sem fór fyrir sínum mönnum í nótt eins og svo oft áður í vetur. Hann skoraði 23 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 9 fráköst, Peja Stojakovic skoraði 19 stig og Tyson Chandler skoraði 10 stig og hirti 16 fráköst. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV rásinni og var hin besta skemmtun. Áhorfendur í New Orleans hylltu Chris Paul og risu úr sætum og klöppuðu þegar Chris Paul var tekinn af velli í lokin. Þeir hrópuðu "MVP, MVP" og vísuðu til þess að hann væri að þeirra mati verðmætasti leikmaður deildarinnar. New Orleans er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 32 sigra og aðeins 12 töp. Paul var hógvær eftir leikinn og hafði meiri áhyggjur af því að koma þjálfarateymi sínu í stjörnuleikinn í næsta mánuði en að komast þangað sjálfur. "Það eina sem ég er að hugsa um núna er að koma þjálfurunum í stjörnuleikinn. Ég er ekki að skoða stöðuna á hverjum degi, en það yrði frábært ef Byron Scott þjálfari færi í stjörnuleikinn," sagði Paul. Það er þjálfarinn sem er með besta vinningshlutfallið í Vesturdeildinni um mánaðamótin sem fær að stýra liði vesturstrandarinnar í stjörnuleiknum og þar á Scott góða möguleika að komast að. Þegar er ljóst að Doc Rivers, þjálfari Boston, muni stýra liði Austurdeildarinnar. Denver var sem fyrr án framherjans Carmelo Anthony sem er meiddur á ökkla, en líklegt þykir að hann verði með í næsta leik. Þetta var annað tap Denver í röð. Allen Iverson var stigahæstur hjá gestunum með 23 stig og Kenyon Martin skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst. Carlos Boozer og Deron Williams fóru fyrir liði Utah í sigrinum á San Antonio. Liðið hafði aðeins unnið 4 af síðustu 28 leikjum sínum gegn Spurs í deildinniNordicPhotos/GettyImages Utah í toppsætið í Norðvesturriðlinum Utah Jazz vann góðan sigur á San Antonio á heimavelli sínum í Salt Lake City í nótt 97-91. Þetta var níundi heimasigur Utah í röð og er liðið með næst besta árangur deildarinnar á heimavelli. Það hefur heldur snúið við blaðinu í janúar eftir afleitan desembermánuð og hefur aðeins tapað tvisvar á árinu 2008. Carlos Boozer skoraði 23 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Utah, Andrei Kirilenko hitti úr 9 af 10 skotum sínum og skoraði 23 stig og Deron Williams gaf 14 stoðsendingar. Utah leiddi frá fyrstu mínútu í leik sem var á tíðum nokkuð fast leikinn. San Antonio tapaði þarna fyrsta leik sínum af níu á erfiðu ferðalagi næstu þrjár vikurnar. Tim Duncan skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst en enginn annar byrjunarliðsmaður skoraði meira en 5 stig fyrir San Antonio. Manu Ginobili skoraði 29 stig af bekknum. San Antonio hafði góða möguleika til að komast inn í leikinn í fjórða leikhlutanum, en þá missti Ime Udoka stjórn á skapi sínu og lét kasta sér í bað með tvær tæknivillur. Það gerði út um vonir meistaranna. Dallas vann fjórða leikinn í röð með því að leggja slakt lið Memphis á útivelli 103-84. Josh Howard skoraði 26 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Denver var án leikstjórnandans Devin Harris í leiknum sem missir úr næstu 2-3 vikurnar vegna meiðsla. Rudy Gay var atkvæðamestur heimamanna með 18 stig og Kyle Lowry skoraði 17 stig. Loks vann Charlotte fjórða útileikinn sinn í vetur þegar það skellti LA Clippers 107-100 í Los Angeles. Gerald Wallace var bestur í liði Charlotte með 23 stig og 8 stoðsendingar en Tim Thomas skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Clippers. NBA Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Leikstjórnandinn Chris Paul fór á kostum í nótt þegar New Orleans vann níunda leik sinn í röð í NBA deildinni. Liðið rótburstaði Denver á heimavelli 117-93 í leik sem var í raun ekki spennandi nema í tíu mínútur, slíkir voru yfirburðir heimamanna. New Orleans er heitasta liðið í NBA deildinni í dag og það var hinn ungi Paul sem fór fyrir sínum mönnum í nótt eins og svo oft áður í vetur. Hann skoraði 23 stig, gaf 17 stoðsendingar og hirti 9 fráköst, Peja Stojakovic skoraði 19 stig og Tyson Chandler skoraði 10 stig og hirti 16 fráköst. Leikurinn var sýndur beint á NBA TV rásinni og var hin besta skemmtun. Áhorfendur í New Orleans hylltu Chris Paul og risu úr sætum og klöppuðu þegar Chris Paul var tekinn af velli í lokin. Þeir hrópuðu "MVP, MVP" og vísuðu til þess að hann væri að þeirra mati verðmætasti leikmaður deildarinnar. New Orleans er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með 32 sigra og aðeins 12 töp. Paul var hógvær eftir leikinn og hafði meiri áhyggjur af því að koma þjálfarateymi sínu í stjörnuleikinn í næsta mánuði en að komast þangað sjálfur. "Það eina sem ég er að hugsa um núna er að koma þjálfurunum í stjörnuleikinn. Ég er ekki að skoða stöðuna á hverjum degi, en það yrði frábært ef Byron Scott þjálfari færi í stjörnuleikinn," sagði Paul. Það er þjálfarinn sem er með besta vinningshlutfallið í Vesturdeildinni um mánaðamótin sem fær að stýra liði vesturstrandarinnar í stjörnuleiknum og þar á Scott góða möguleika að komast að. Þegar er ljóst að Doc Rivers, þjálfari Boston, muni stýra liði Austurdeildarinnar. Denver var sem fyrr án framherjans Carmelo Anthony sem er meiddur á ökkla, en líklegt þykir að hann verði með í næsta leik. Þetta var annað tap Denver í röð. Allen Iverson var stigahæstur hjá gestunum með 23 stig og Kenyon Martin skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst. Carlos Boozer og Deron Williams fóru fyrir liði Utah í sigrinum á San Antonio. Liðið hafði aðeins unnið 4 af síðustu 28 leikjum sínum gegn Spurs í deildinniNordicPhotos/GettyImages Utah í toppsætið í Norðvesturriðlinum Utah Jazz vann góðan sigur á San Antonio á heimavelli sínum í Salt Lake City í nótt 97-91. Þetta var níundi heimasigur Utah í röð og er liðið með næst besta árangur deildarinnar á heimavelli. Það hefur heldur snúið við blaðinu í janúar eftir afleitan desembermánuð og hefur aðeins tapað tvisvar á árinu 2008. Carlos Boozer skoraði 23 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Utah, Andrei Kirilenko hitti úr 9 af 10 skotum sínum og skoraði 23 stig og Deron Williams gaf 14 stoðsendingar. Utah leiddi frá fyrstu mínútu í leik sem var á tíðum nokkuð fast leikinn. San Antonio tapaði þarna fyrsta leik sínum af níu á erfiðu ferðalagi næstu þrjár vikurnar. Tim Duncan skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst en enginn annar byrjunarliðsmaður skoraði meira en 5 stig fyrir San Antonio. Manu Ginobili skoraði 29 stig af bekknum. San Antonio hafði góða möguleika til að komast inn í leikinn í fjórða leikhlutanum, en þá missti Ime Udoka stjórn á skapi sínu og lét kasta sér í bað með tvær tæknivillur. Það gerði út um vonir meistaranna. Dallas vann fjórða leikinn í röð með því að leggja slakt lið Memphis á útivelli 103-84. Josh Howard skoraði 26 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Denver var án leikstjórnandans Devin Harris í leiknum sem missir úr næstu 2-3 vikurnar vegna meiðsla. Rudy Gay var atkvæðamestur heimamanna með 18 stig og Kyle Lowry skoraði 17 stig. Loks vann Charlotte fjórða útileikinn sinn í vetur þegar það skellti LA Clippers 107-100 í Los Angeles. Gerald Wallace var bestur í liði Charlotte með 23 stig og 8 stoðsendingar en Tim Thomas skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Clippers.
NBA Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira