Innlent

Yfir hundrað teknir fyrir hraðakstur á einni viku

Frá Hvolsvelli.
Frá Hvolsvelli. MYND/Hörður

Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði í liðinni viku 110 ökumenn fyrir of hraðan akstur í umdæmi hennar. Sá sem hraðast ók var á 140 kílómetra hraða og má hann búast við 90 þúsund króna sekt.

Frá áramótum hafa hátt í ellefu hundruð bílstjórar verði stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli fyrir hraðakstur, eða um sex manns á hverjum degi.

Lögreglan á Hvolsvelli varar auk þess við vatnavöxtum í ám og biður ökumenn sem aka yfir ár að fara varlega og að leggja ekki í neina tvísýnu. Einnig er það góð regla að vera aldrei einn á ferð yfir ár, vera með að minnsta kosti einum öðrum jeppa í samfloti, og er fólk hvatt til að leita sér upplýsingar um vöð og vötn hjá nálægum skálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×