Sport

Kína vann liðakeppni beggja kynja í borðtennis

Elvar Geir Magnússon skrifar
Karlalið Kína fagnar sigri sínum í dag.
Karlalið Kína fagnar sigri sínum í dag.

Kínverjar hrósuðu sigri í liðakeppninni í borðtennis, bæði í karla- og kvennaflokki. Úrslitin í kvennaflokki fóru fram í gær en þar vann kínverska liðið 3-0 sigur á Singapúr.

Í dag var síðan leikið til úrslita í karlaflokki. Þar vannst einnig sannfærandi kínverskur sigur en Kína lagði Þýskaland 3-0. Suður-Kórea vann Austurríki 3-1 í baráttunni um bronsið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×