Lífið

Mikill mannfjöldi á Náttúru tónleikum

Rúmlega 30 þúsund manns komu á tónleikana.
Rúmlega 30 þúsund manns komu á tónleikana. Vísir/Anton Brink
Fjöldi manns kom saman síðastliðinn laugardag á tónleikum í Laugardalnum undir yfirskriftinni Náttúra.

Tónleikarnir hófust kl. 17 og voru stærstu nöfnin Björk og Sigur Rós en einnig komu Ólöf Arnalds og Ghostdigital fram. Rúmlega 30 þúsund manns munu hafa lagt leið sína í brekkuna fyrir ofan þvottalaugarnar. Tónleikarnir voru einnig sýndir beint á netinu, þar sem að 2,5 milljónir manna fylgdust með.

Sigur Rós og Björk voru í miklu stuði.Vísir/Anton Brink
Gestir komu sér fyrir í brekkunni fyrir neðan Áskirkju.Vísir/Daníel
Björk klæddist búningi sem hún notar á Volta tónleikaferðalaginu.Vísir/Daníel
Veðrið lék við tónleikagesti.Vísir/Anton Brink
Tónleikarnir voru haldnir við gömlu þvottalaugarnar í Laugardal.Vísir/Anton Brink
Sigursteinn Baldursson, sem heldur úti vefsíðunni kulumyndir.com, tók einnig myndir og leyfir lesendum Vísis að upplifa mannfjöldann á tónleikunum.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.