Lífið

Polanski vill hreinsa nafn sitt

Polanski við réttarhöldin árið 1977. Honum er mikið í mun að hreinsa nafn sitt í Bandaríkjunum.
Polanski við réttarhöldin árið 1977. Honum er mikið í mun að hreinsa nafn sitt í Bandaríkjunum.

Leikstjórinn Roman Polanski, maðurinn á bak við Rosemary"s Baby, Chinatown og The Pianist, hefur óskað eftir því að 31 árs gömul ákæra á hendur honum um kynferðislega misnotkun verði felld niður.

Polanski gekk í gegnum mikinn harmleik árið 1969 þegar eiginkona hans Sharon Tate var myrt af Manson-genginu í Bandaríkjunum. Leikstjórinn flutti þá til Frakklands en sneri aftur 1974 til að taka upp Chinatown. Eftir hana virtust honum allir vegir færir í Hollywood en Adam var ekki lengi í Paradís því árið 1977 var Polanski ákærður fyrir að hafa átt samneyti við þrettán ára stúlku á heimili Jacks Nicholson. Í miðjum réttarhöldum flúði leikstjórinn til Frakklands og hefur ekki stigið niður fæti í Bandaríkjunum síðan. Stúlkan sem hann svaf hjá hefur ítrekað óskað eftir því að málið verði fellt niður en án árangurs.

Núna hefur hinn 75 ára Polanski óskað eftir því að málið verði tekið upp aftur vegna nýrra sönnunargagna. Fundust gögnin við gerð nýrrar heimildarmyndar sem nefnist Roman Polanski: Wanted and Desired. Ellefu ár eru liðin síðan Polanski reyndi síðast að hreinsa nafn sitt í Bandaríkjunum. Þá var kröfu hans vísað frá. Bandarískir dómstólar taka málið til athugunar í janúar á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.