Innlent

Guðlaugur styður Gísla

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, sat í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1998 til 2006.
Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, sat í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1998 til 2006.

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra og fyrrverandi borgarfulltrúi, segir að Gísli Marteinn Baldursson muni ekki skaðast af því að mennta sig í Edinborg. Hann styður ákvörðun Gísla sem mun starfa áfram sem borgarfulltrúi en ekki gegna nefndarstörfum á meðan.

,,Gísli Marteinn hefur hefur sýnt á vettvangi borgarstjórnar að hann sinnir störfum sínum vel. Hann mun ekki skaðast af því að mennta sig meira og í þessu tilfelli sérstaklega á sviði borgarmála," segir Guðlaugur.

Í samtali við Vísi fyrr í dag gagnrýndi Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Gísla Martein harðlega fyrir að ætla að sinna borgarfulltrúastörfum frá Edinborg. Sveinn Andri sagði að margir sjálfstæðismenn í borginni séu afar óánægðir með ákvörðun Gísla og hann sagðist treysta því að borgarstjórnaflokkur sjálfstæðismanna ,,vindi ofan þessari hugmynd."

,,Gísli Marteinn er ekki fyrsti borgarfulltrúinn og ekki sá seinasti sem fer í nám og ég veit að hann skoðaði fordæmin áður en hann tók þessa ákvörðun sem eru skýr. Þekksta dæmið er þegar formaður Samfylkingarinnar fór í nám í Bretlandi," segir Guðlaugur.

Guðlaugur segir að það hafi verið skynsamlegt hjá Gísla að minnka við sig og láta af störfum í nefndum og ráðum borgarinnar. Mismunandi sé hversu veigamikil verkefni borgarfulltrúar hafi á sinni könnu.

Guðlaugur vildi ekki tjá sig um það hvort hann hefði rætt um málið við Svein Andra.






Tengdar fréttir

Gísli: Borgarstjórnarflokkurinn styður mig

Gísli Marteinn Baldursson segir að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins styðji sig einhuga en nýverið greindi Gísli frá því að í vetur hyggst hann stunda nám í borgarfræðum við Edinborgarháskóla. Gísli mun ekki gegna nefndarstörfum á meðan en starfa áfram á vettvangi borgarstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×