Viðskipti erlent

Hörð gagnrýni á seinkum norrænu kauphallanna

Hörð gagnrýni heyrist nú víða á Norðurlöndunum vegna þeirra seinkana sem orðið hafa á opnum OMX kauphallanna í Reykjavík, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki í dag.

Á viðskiptasíðu Berlingske Tidende. Þar er haft eftir forstjóra sænsk banka að svona nokkuð myndi aldrei koma fyrir í London eða New York.

Berlingske segir að fjöldi fjárfesta bæði í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum séu verulega pirraðir á þeim seinkunum sem orðið hafa.

"Þetta er hneyksli og á mörkum þess hvað hægt sé að sætta sig við," segir Mauritz Redin verðbréfasali hjá Alfred Berg.

Fleiri hafa tjáð sig um málið á svipuðum nótum og Redin en samkvæmt upplýsingum frá OMX lukkaðist ekki að laga tæknigallan á kerfi þeirra í fyrstu tilraun til þess í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×