Innlent

Nefbrotnaði í átökum í Ljósvetningabúð

Lögreglan á Húsavík þurfti að hafa afskipti tveimur ungum mönnum eftir slagsmál í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsveit í nótt. Þar fór fram skólaskemmtun þegar mennirnir urðu ósáttir með þeim afleiðingum að annar nefbraut hinn. Báðir eru frá Akureyri og eftir að þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku héldu þeir báðir heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×