Innlent

Átök við strætólóðina á Kirkjusandi

Til átaka kom á Kirkjusandi þegar til stóð að vöruflutningabílstjórar fengu bíla sína úr vörslu lögreglunnar um þrjúleytið í dag. Svo virðist sem maður í fylgd með vörubílstjórunum hafi veist að lögregluþjóni með þeim afleiðingum að hann fékk sár svo úr blæddi. Lögregluþjónninn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Bílstjórar voru í þann mund að fá afhenta bíla sína á Kirkjusandi þegar átökin brustu út. Vegna átakanna útilokar lögreglan nú að bílstjórarnir fá bíla sína í dag.

Fjöldi fólks var við Kirkjusand að fylgjast með því sem þar fór fram og varð vitni að atburðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×