Innlent

Einum af hverjum fimm löxum sleppt

Talið er að laxveiðimenn hafi sleppt rúmlega tíu þúsund veiddum löxum í sumar, eða um tuttugu prósentum aflans. Það þýðir að einum af hverjum fimm löxum hafi verið sleppt.

Til samanburðar var einum af hverjum tíu löxum sleppt aldamótaárið, fyrir átta árum. Þessar miklu sleppingar eru taldar eiga sinn þátt í því að veiðimet hafa verið slegin í mörgum ám í sumar, einkum sunnan- og vestanlands, því margir þessara fiska veiðast aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×