Innlent

Framkvæmdir við Reykjanesbraut ganga vel

Framkvæmdir við Reykjanesbraut ganga vel að sögn Vegagerðarinnar. Umferð var hleypt á mislæg gatnamót við Vogaafleggjara í síðustu viku og við það lengdist tvöfaldi kafli brautarinnar um tvo og hálfan kílómetra.

Þá er vinna hafin við að steypa stöpla undir síðustu brúna sem er við Ytri-Njarðvík en stærsta verkefnið er gerð mislægra gatnamóta við Grindavíkurafleggjara. Er áætlað að þau verði tilbúin í lok ágúst eða byrjun september. Mannvirkið verður tilbúið í október ef allt verður á áætlun og er eini kaflinn sem eftir er að tvöfalda vegaspottinn milli Áslands í Hafnarfirði og Hvassahrauns vestan við álverið í Straumsvík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×