Innlent

Harður árekstur í Grímsnesi

Tvær jeppabifreiðar rákust harkalega saman nálægt Kerinu í Grímsnesi laust fyrir klukkan 15:30 í dag. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Selfossi urðu ekki slys á fólki en farþegar annarrar bifreiðarinnar voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar.

Svo virðist sem annarri bifreiðinni hafi verið ekið yfir á öfugan vegarhelming og kom hún inn í hlið hinnar sem valt við áreksturinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×