Innlent

Tveir ferfættir týndir í Borgarfirðinum

Þröstur átti enga tiltæka mynd af sínum hundum svo þessi tengist fréttinni ekki á nokkurn hátt.
Þröstur átti enga tiltæka mynd af sínum hundum svo þessi tengist fréttinni ekki á nokkurn hátt.

Þröstur Júlíusson frá Hofsstöðum í Borgarfirði hafði samband við ritstjórn Vísis og lét vita af því að hann hefði týnt tveimur fullvöxnum hundum, þeim Kolla og Bjarma, nálægt Stafholtstungum í Borgarfirði í gær.

Þetta eru gulleitur labrador og hvítur king charles spaniel og gnæfir sá síðarnefndi yfir hinn. Þeir félagar eru því auðþekktir komi einhver auga á þá og mætti sá hinn sami þá hafa samband við Þröst í síma 866-5558.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×