Innlent

Fjórir í gæsluvarðhald vegna innbrota um helgina

MYND/GVA

Fjórir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á mánudag að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna þjófnaða og innbrota. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

 

Mennirnir, sem eru á aldrinum 30-50 ára, voru handteknir þegar þýfi fannst í fórum þeirra eftir brot sem framið var um síðustu helgi. Hluti af þýfinu hefur verið endurheimtur og komið til skila. Málin eru í rannsókn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×