Gjaldeyrisvaraforðinn styrktur um 30,5 milljarða 2. september 2008 14:05 Geir H. Haarde. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að yfirvegaðar aðgerðir séu mikilvægari en upphrópanir. Alþingi koman saman að nýju í dag eftir að því var frestað í maílok. Skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál var eina málið á dagskrá. Í ræðunni tilkynnti Geir að ríkisstjórnin hyggist taka 250 milljóna evru lán til þess að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. 250 milljónir evra jafngilda um 30,5 milljörðum íslenskra króna. Ennfremur kom fram í máli hans að lánið byðist á mun betri kjörum en skuldatryggingaálag íslenska ríkisins gefi tilefni til að ætla. Að mati Geirs sýnir það hve skuldatryggingaálög í hinu alþjóðlega fjármálakerfi geti verið fjarri raunveruleikanum. Geir sagði það krefjast þolinmæði og þrautseigju að vinna á núverandi vanda og landsmenn þyrfi að búa sig undir tímabundnar fórnir og minnkandi kaupmátt. Í verðbólgu væri fátt skynsamlegra en að borga niður skuldir. Geir sagði ekkert vera mikilvægra en að kveða niður verðbólgudrauginn. Ennfremur sagði Geir að efnahagsvandinn væri tvíþættur. Annars vegar hefðbundinn í kjölfar mikils uppvaxtar hér á landi og hinsvegar alþjóðlegur vegna húsnæðiskreppunnar í Bandaríkjunum. Til viðbótar hafi heimurinn þurft að horfa á hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu. Íslendingar hafa aldrei verið eins vel í stakk búin til að standast ágjöf í efnahagslífinu, að mati Geirs. Uppgangstíminn hafi verið notaður til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, safna í digra sjóði og skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið og um leið verðmætasköpun hér á landi. Geir H. Haarde verður í viðtali í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. Tengdar fréttir Guðni: Lýsir fullri ábyrgð á hendur Sjálfstæðisflokki Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi áðan lýsa fullri ábyrð á hendur Sjálfstæðisflokknum vegna stöðunnar í efnahagsmálum. „Ég þekki ekki Sjálfstæðisflokkinn fyrir þann flokk sem ég vann með," sagði Guðni og bætti við að þá þorði flokkurinn á takast á við mál. 2. september 2008 14:43 Ingibjörg: „Lítið hald í hávaðanum“ Inbibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar sagði í sinni ræðu á Alþingi í dag að það væri „lítið hald í hávaðanum“ og átti þar við ræðu Steingríms J. Sigfússonar sem talaði á undan henni. Hún gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að í þeirra málatilbúnaði væri meira um upphrópanir og fátt um lausnir. 2. september 2008 14:46 Steingrímur: Geir boðar kjaraskerðingu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, boði kjaraskerðingu og svo virðist sem að launamenn eigi að taka efnahagsvandann alfarið á sig. Hann segir að launamenn fái enga kauphækkun á móti 14,5 prósent verðbólgu. Þetta kom fram í ræðu Steingríms á Alþingi áðan í umræðum um skýrslu forsætisráðherrra um efnahagsmál. 2. september 2008 14:19 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að yfirvegaðar aðgerðir séu mikilvægari en upphrópanir. Alþingi koman saman að nýju í dag eftir að því var frestað í maílok. Skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál var eina málið á dagskrá. Í ræðunni tilkynnti Geir að ríkisstjórnin hyggist taka 250 milljóna evru lán til þess að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. 250 milljónir evra jafngilda um 30,5 milljörðum íslenskra króna. Ennfremur kom fram í máli hans að lánið byðist á mun betri kjörum en skuldatryggingaálag íslenska ríkisins gefi tilefni til að ætla. Að mati Geirs sýnir það hve skuldatryggingaálög í hinu alþjóðlega fjármálakerfi geti verið fjarri raunveruleikanum. Geir sagði það krefjast þolinmæði og þrautseigju að vinna á núverandi vanda og landsmenn þyrfi að búa sig undir tímabundnar fórnir og minnkandi kaupmátt. Í verðbólgu væri fátt skynsamlegra en að borga niður skuldir. Geir sagði ekkert vera mikilvægra en að kveða niður verðbólgudrauginn. Ennfremur sagði Geir að efnahagsvandinn væri tvíþættur. Annars vegar hefðbundinn í kjölfar mikils uppvaxtar hér á landi og hinsvegar alþjóðlegur vegna húsnæðiskreppunnar í Bandaríkjunum. Til viðbótar hafi heimurinn þurft að horfa á hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu. Íslendingar hafa aldrei verið eins vel í stakk búin til að standast ágjöf í efnahagslífinu, að mati Geirs. Uppgangstíminn hafi verið notaður til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, safna í digra sjóði og skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið og um leið verðmætasköpun hér á landi. Geir H. Haarde verður í viðtali í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld.
Tengdar fréttir Guðni: Lýsir fullri ábyrgð á hendur Sjálfstæðisflokki Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi áðan lýsa fullri ábyrð á hendur Sjálfstæðisflokknum vegna stöðunnar í efnahagsmálum. „Ég þekki ekki Sjálfstæðisflokkinn fyrir þann flokk sem ég vann með," sagði Guðni og bætti við að þá þorði flokkurinn á takast á við mál. 2. september 2008 14:43 Ingibjörg: „Lítið hald í hávaðanum“ Inbibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar sagði í sinni ræðu á Alþingi í dag að það væri „lítið hald í hávaðanum“ og átti þar við ræðu Steingríms J. Sigfússonar sem talaði á undan henni. Hún gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að í þeirra málatilbúnaði væri meira um upphrópanir og fátt um lausnir. 2. september 2008 14:46 Steingrímur: Geir boðar kjaraskerðingu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, boði kjaraskerðingu og svo virðist sem að launamenn eigi að taka efnahagsvandann alfarið á sig. Hann segir að launamenn fái enga kauphækkun á móti 14,5 prósent verðbólgu. Þetta kom fram í ræðu Steingríms á Alþingi áðan í umræðum um skýrslu forsætisráðherrra um efnahagsmál. 2. september 2008 14:19 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Guðni: Lýsir fullri ábyrgð á hendur Sjálfstæðisflokki Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi áðan lýsa fullri ábyrð á hendur Sjálfstæðisflokknum vegna stöðunnar í efnahagsmálum. „Ég þekki ekki Sjálfstæðisflokkinn fyrir þann flokk sem ég vann með," sagði Guðni og bætti við að þá þorði flokkurinn á takast á við mál. 2. september 2008 14:43
Ingibjörg: „Lítið hald í hávaðanum“ Inbibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar sagði í sinni ræðu á Alþingi í dag að það væri „lítið hald í hávaðanum“ og átti þar við ræðu Steingríms J. Sigfússonar sem talaði á undan henni. Hún gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að í þeirra málatilbúnaði væri meira um upphrópanir og fátt um lausnir. 2. september 2008 14:46
Steingrímur: Geir boðar kjaraskerðingu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, boði kjaraskerðingu og svo virðist sem að launamenn eigi að taka efnahagsvandann alfarið á sig. Hann segir að launamenn fái enga kauphækkun á móti 14,5 prósent verðbólgu. Þetta kom fram í ræðu Steingríms á Alþingi áðan í umræðum um skýrslu forsætisráðherrra um efnahagsmál. 2. september 2008 14:19