Innlent

Meira af sandsíli við Vestmannaeyjar

Sjómenn í Vestmannaeyjum segja að nú sé mun meira sandsíli í fiskinum en í fyrra og bíða Eyjamenn nú í ofvæni eftir því að lundinn staðfesti það með því að fara að verpa á rétum tíma. Í fyrra verpti hann bæði seint og illa , sem rakið var til skorts á sandsíli, sem er fæða unganna. Annars eru eyjamenn að tína svartfuglsegg í úteyjum þessa dagana og er varp hans með eðlilegum hætti.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×