Innlent

Slys á Njarðvíkurbraut

Ljósmynd: Víkurfréttir / Hilmar Bragi

Umferðarslys varð á Njarðvíkurbraut í Innri Njarðvík á sjötta tímanum í kvöld. Fólksbíll og smávélhjól lentu þar í árekstri en ökumaður hjólsins er 14 ára gamall. Að sögn lögreglu sinnti drengurinn sem var á litlu torfæruhjóli ekki stöðvunarskyldu.

Pilturinn rotaðist í árekstrinum og var fluttur með sjúkrabifreið til læknisskoðunar. Talið er að hann hafi viðbeinsbrotnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×