Sport

Bandaríkin með gull, silfur og brons

Elvar Geir Magnússon skrifar
Angelo Taylor vann gullið.
Angelo Taylor vann gullið.

Angelo Taylor frá Bandaríkjunum endurheimti Ólympíumeistaratitilinn í 400 metra grindarhlaupi karla í dag. Bandarískir keppendur lentu í þremur efstu sætunum.

Taylor er 29 ára en hann vann á 47,25 sekúndum. Heimsmeistarinn Kerron Clement varð í öðru sæti á undan heimsmeistaranum frá 2005, Bershawn Jackson.

Taylor vann gullið í Sidney fyrir átta árum en komst ekki úr undanúrslitunum í Aþenu 2004 þegar Feliz Sanchez vann gullið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×