Innlent

Ekki útlendingahatur heldur listgjörningur

Þetta skilti er staðsett uppi á Kjalarnesi.
Þetta skilti er staðsett uppi á Kjalarnesi. MYND/Frikki Þór

Veggspjöld merkt svissneska þjóðernisflokknum SVP hafa valdið nokkurri umræðu síðustu daga. Voru þau víða hengd upp í miðbænum um helgina. Samkvæmt heimildum Vísis er það svissneski listamaðurinn Christoph Büchel sem stendur fyrir veggspjöldunum sem eru hluti af listgjörningi.

Starfsmenn framkvæmda- og eignasviðs borgarinnar eyddu töluverðu púðri í að rífa veggspjöldin niður um helgina og öðru stóru skilti var komið fyrir uppi á Kjalarnesi í morgun.

Einhverjir héldu að útlendingahatur lægi að baki veggspjöldunum en á þeim er mynd af þremur hvítum kindum að ýta einni svartri. Fyrirsögnin er síðan „Tryggjum öryggið".

Gjörningurinn er eins og fyrr segir hluti af sýningunni Ferðalag sem er sýning á vegum Skatafells, miðstöðvar myndlistar á Austurlandi, Sláturfélagsins á Egilstöðum og menningarmiðstöðvarinnar á Eiðum. Sýningarstjóri er Björn Roth, sem er sonur hins víðfræga Dieter Roth.

Gjörningurinn samanstendur af fyrrnefndum veggspjöldum en Christoph hefur einnig smalað saman svörtum kindum inn í girðingu í Austurdal þar sem tveimur svissneskum fánum er flaggað.


Tengdar fréttir

Útlendingahatarar aftur á ferð

Stóru skilti merkt Svissneska þjóðarflokknum undir fyrirsögninni „Tryggjum öryggið“ hefur verið komið fyrir uppi á Kjalarnesi og blasir við ökumönnum á leið að Hvalfjarðargöngum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×