Innlent

Samþykkt að taka við flóttafólki á Akranesi

Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi.
Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í kvöld með öllum greiddum atkvæðum, níu talsins, að að fela bæjarstjóra, bæjarritara og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að taka upp viðræður við félags- og tryggingamálaráðuneyti um móttöku og þjónustu við flóttafólk allt að 30 manns. Þettta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar.

Á sama fundi var kosið í nefndir og ráð á ný hjá bænum. Það var gert þar sem sjálfstæðismenn mynduðu hreinan meirihluta í síðustu viku í kjölfar þess að Karen Jónsdóttir gekk til liðs við þá eftir að hafa verið í framboði fyrir F-lista og óháða á Akranesi.

Ástæða þess að Karen hafði vistaskipti var sú andstaða sem Magnús Þór Hafsteinsson, varabæjarfulltrúi F-lista og fyrrverandi formaður félagsmálaráðs bæjarins, sýndi gagnvart hugmyndinni um að Akranesbær tæki á móti flóttamönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×