Erlent

Dagbækur Saddams úr fangelsinu birtar

Saddam Hussein
Saddam Hussein

Arabískt dagblað hefur birt brot úr dagbókum Saddam Hussein sem hann skrifaði eftir að hann var hnepptur í varðhald og síðar tekinn af lífi.

Brotin draga upp þá mynd af Saddam að hann hafi verið maður sem aldrei hafi gefist upp og hafði mikla trú á sér sem leiðtoga. Blaðið sem heitir Al-Hayat segist hafa nálgast handskrifaðar æviminningar Husseins sem það ætlar að birta í fimm stórum úttektum.

Saddam Hussein var hnepptur í hald árið 2003 og tekinn af lífi þremur árum síðar. Undir suma kaflana skrifaði hann. „Saddam Hussein, forseti og yfirmaður vopnuðu sveitanna".

Hann hvetur Íraka til þess að sameinast og forðast samband við Bandaríkin. Hann vitnar í Kóraininn og lýsir Írönum sem meiri ógn gegn Írak en öðrum arbaríkjum fyrir utan Ísrael

Hann talar einnig um heilsu sína og segist óttast að smitast af HIV veirunni ef fötin hans eru hengd upp til þurrkunar við hliðina á fötum bandarísku varðanna. Hvergi er að finna nokkuð um samviskubit hjá honum vegna gjörða sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×