Sport

Forsetinn skipaði honum að faðma móður sína

Elvar Geir Magnússon skrifar
Phelps með ein af átta gullverðlaunum sínum sem hann vann á Ólympíuleikunum.
Phelps með ein af átta gullverðlaunum sínum sem hann vann á Ólympíuleikunum.

Sundmaðurinn Michael Phelps segist vera nær orðlaus yfir þeim viðbrögðum sem hann hefur fengið eftir að hafa unnið átta gullverðlaun á Ólympíuleikunum. Phelps er sigursælasti keppandi Ólympíuleikanna frá upphafi.

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hringdi í Phelps. „Ég talaði við forsetann og hann sagði mér að þjóðin stæði með mér. Svo sagði hann mér að faðma móður mína og segja henni að þetta væri skipun frá forsetanum," sagði Phelps.

Phelps hefur verið hylltur um öll Bandaríkin. „Það er ótrúleg tilhugsun að Bruce Springsteen hafi talað um mig á tónleikum rétt áður en hann söng "Born in the USA". Maður er nánast orðlaus," sagði Phelps.

Þegar Phelps var að alast upp var körfuboltamaðurinn Michael Jordan hans helsta fyrirmynd. „Það er draumur minn að fá að hitta hann. Það sem hann gerði fyrir körfuboltann er það sem ég er að reyna að gera fyrir sundíþróttina. Hann gjörsamlega breytti körfuboltanum."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×