Erlent

Cameron telur foreldra eiga að kenna börnum að drekka

David Cameron.
David Cameron.

David Cameron, leiðtogi breska íhaldsflokksins telur að foreldrar eigi að kynna börnum sínum fyrir áfengi svo það valdi þeim engum erfiðleikum þegar þau verða eldri. Cameron sagði að þeir vinir sínir sem ættu við stærstu áfengsvandmálin að stríða voru þeir sem máttu aldrei drekka heima fyrir þegar þeir voru yngri.

Cameron taldi þá vini sína sem máttu drekka vín með matnum heima hjá sér á yngri árum voru hins vegar mun ábyrgari drykkjumenn í dag. Hann sagði í viðtali við unglingsþátt í Cornwall að hægt væri að gera drykkju félagslega og að eðlilegum  hluta lífsins án þess að gæta óhófs.

Cameron sagði þetta í svari við spurningu fjórtán ára unglings sem taldi unglingadrykkju vera almenna og spurði hvort ekki ætti að vera almenningsrými fyrir unglingadrykkju. Hann taldi ekki að svo ætti að vera, ágætt væri að slík drykkja færi fram í teitum þar sem fullorðnir væru á svæðinu. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×