Erlent

Víðtækar aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum

Lögreglan á Ítalíu handtók í dag hundruð meintra ólöglegra innflytjenda í vítækum aðgerðum um allt landið.

Nokkrum tugum þeirra sem handteknir voru hefur þegar verið vísað úr landi. Meira en eitt hundruð Ítalir voru einnig handteknir.

Miklum hluta aðgerðanna var beint gegn Sígaunabyggðum en lögreglan réðst til atlögu gegn einni slíkri í útjaðri Rómar. Umræðan um innflytjendamál á Ítalíu beinist oft gegn Sígaunum á afar neikvæðan hátt. Fyrr í þessari viku sluppu til dæmis nokkrar Sígaunafjölskyldur naumlega eftir að æstur múgur í Napólí hafði kveikt í húsum þeirra

Talið er að aðgerðir lögreglu í dag séu til marks um aukna hörku í innflytjendamálum sem fylgi nýrri ríkisstjórn Silvio Berlusconi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×