Einangrunarótti og þjóðremba 9. desember 2008 06:00 Íslendingar minntust 90 ára afmælis fullveldisins við býsna dapurlegar aðstæður. Sjálfan fullveldisdaginn gekk ríkisstjórnin með betlistaf í hendi land úr landi eins og verið hafði vikum saman frá því að forsætisráðherra tilkynnti að „þjóðargjaldþrot" lægi við. Ástæða þessa yfirvofandi þjóðargjaldþrots var augljós, þótt ekki megi nefna það á æðri stöðum. Valdastéttin í landinu, kaupsýslumenn, ráðherrar og embættismenn, sannaði á sig óráðsíu og vangæslu í athöfnum og stjórnsýslu. Þess var ekki gætt að reka þjóðarbúskapinn af gætni og hófsemi í samræmi við getu smáríkis. Þess í stað fylltust fjáraflamenn og stjórnmálamenn sérstöku oflæti um samkeppnisgetu sína og þjóðarinnar sem kalla mætti nýþjóðrembu. Þessi nýja þjóðremba fólst og felst í því að hámenntaðir fjármálasérfræðingar (eins og sagt er), margsigldir og lærðir utanlands helltu sér út í landvinninga erlendis að sýna í verki hversu upplagt það er að auðgast á pappírsviðskiptum ýmiss konar og gera þannig "þekkingarþjóðfélagið" að veruleika að sínu leyti. Þá átti „hin gáfaða íslenska þjóð" að komast á nýtt stig siðmenningar og þyrfti ekki að slíta sér út í erfiðisverkum til sjós og lands eða heimskandi færibandavinnu og skítverkum yfirleitt. Þess háttar verk yrðu vitaskuld unnin af langt aðkomnu „hreyfanlegu vinnuafli", þangað til þá þrælauppsprettu þrýtur sem reyndar er fjarska langt undan, — guði sé lof! Pólitíska hliðin á nýþjóðrembunni birtist glöggt í virðingarleysi evrópusinna á fullveldi og sjálfstæði. Í þeirra hug hefur fullveldishugtakið enga fasta merkingu. Fyrir þeim er það afstætt og „háð köldu hagsmunamati", þ. e. a. s. köldu fjárhagslegu mati. Þeir líta raunar á fullveldi sem framseljanlegan rétt og falbjóða það á markaði, að vísu gegn fébótum, en hirða ekkert um valdskerðinguna. Hana má vinna upp með gróða af fjármálastarfsemi. Þrátt fyrir nýþjóðrembuna og oflætið markast tíðarandi samtímans eigi að síður af einangrunarótta í ætt við hornrekukennd tapþola („lúsera"). Einangrunaróttinn gagnsýrir alla forustu í landinu, hvort heldur er á sviði stjórnenda, launþegasamtaka og iðnrekenda eða forustu í menningarmálum. Listamenn, rithöfundar og fræðimenn eru ekki undanskildir. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar minntust 90 ára afmælis fullveldisins við býsna dapurlegar aðstæður. Sjálfan fullveldisdaginn gekk ríkisstjórnin með betlistaf í hendi land úr landi eins og verið hafði vikum saman frá því að forsætisráðherra tilkynnti að „þjóðargjaldþrot" lægi við. Ástæða þessa yfirvofandi þjóðargjaldþrots var augljós, þótt ekki megi nefna það á æðri stöðum. Valdastéttin í landinu, kaupsýslumenn, ráðherrar og embættismenn, sannaði á sig óráðsíu og vangæslu í athöfnum og stjórnsýslu. Þess var ekki gætt að reka þjóðarbúskapinn af gætni og hófsemi í samræmi við getu smáríkis. Þess í stað fylltust fjáraflamenn og stjórnmálamenn sérstöku oflæti um samkeppnisgetu sína og þjóðarinnar sem kalla mætti nýþjóðrembu. Þessi nýja þjóðremba fólst og felst í því að hámenntaðir fjármálasérfræðingar (eins og sagt er), margsigldir og lærðir utanlands helltu sér út í landvinninga erlendis að sýna í verki hversu upplagt það er að auðgast á pappírsviðskiptum ýmiss konar og gera þannig "þekkingarþjóðfélagið" að veruleika að sínu leyti. Þá átti „hin gáfaða íslenska þjóð" að komast á nýtt stig siðmenningar og þyrfti ekki að slíta sér út í erfiðisverkum til sjós og lands eða heimskandi færibandavinnu og skítverkum yfirleitt. Þess háttar verk yrðu vitaskuld unnin af langt aðkomnu „hreyfanlegu vinnuafli", þangað til þá þrælauppsprettu þrýtur sem reyndar er fjarska langt undan, — guði sé lof! Pólitíska hliðin á nýþjóðrembunni birtist glöggt í virðingarleysi evrópusinna á fullveldi og sjálfstæði. Í þeirra hug hefur fullveldishugtakið enga fasta merkingu. Fyrir þeim er það afstætt og „háð köldu hagsmunamati", þ. e. a. s. köldu fjárhagslegu mati. Þeir líta raunar á fullveldi sem framseljanlegan rétt og falbjóða það á markaði, að vísu gegn fébótum, en hirða ekkert um valdskerðinguna. Hana má vinna upp með gróða af fjármálastarfsemi. Þrátt fyrir nýþjóðrembuna og oflætið markast tíðarandi samtímans eigi að síður af einangrunarótta í ætt við hornrekukennd tapþola („lúsera"). Einangrunaróttinn gagnsýrir alla forustu í landinu, hvort heldur er á sviði stjórnenda, launþegasamtaka og iðnrekenda eða forustu í menningarmálum. Listamenn, rithöfundar og fræðimenn eru ekki undanskildir. Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar