Erlent

Rússar vísa bandarískum sendifulltrúum úr landi

Fyrrverandi og núverandi forsetar Rússlands, Pútín og Medvedev.
Fyrrverandi og núverandi forsetar Rússlands, Pútín og Medvedev. MYND/AP

Rússnesk yfirvöld hafa ákveðið að vísa tveimur sendifulltrúum Bandaríkjanna á sviði hermála úr landi. Frá þessu greindu bandarísk stjórnvöld í dag.

Fulltrúarnir hafa starfað í bandaríska sendiráðinu í Moskvu. Talsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins sögðust myndu verða við ósk Rússa þótt þeir væru ekki sammála ákvörðun þeirra.

Ekki hefur verið greint frá ástæðum þess að mönnunum er vísað úr landi en þess má geta að tveimur Rússum hefur verið vísað frá Bandaríkjunum á síðustu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×