Innlent

Efnahagsráðgjafi vegna fjárfestinga á Bretlandi

Ríkisstjórnin ætlar að skipa sérstakan efnahagsráðgjafa sem falið verður að hafa yfirumsjón með fjárfestingum á Bretlandi sem fjármagnaðar voru af íslensku bönkunum. Þetta kemur fram breska dagblaðinu Daily Mail í dag.

Ríkisstjórnin hefur þegið ráðgjöf frá JP Morgan í þessum málum síðan í október. Í Daily Mail segir að tilgangur ráðgjafans verði aðallega finna út úr því hvernig tryggja skuli hagsmuni Landsabankans sem fjármagnaði að miklu leiti kaup Baugs á ýmsum verslunarkeðjum í landinu. Ein þeirra, Whittard of Chelsea, er farinn á hausinn en margar verslunarkeðjur í Bretlandi berjast nú í bökkum eftir mikinn samdrátt í neyslu þar í landi.

Daily Mail segir að flestar eignir Baugs í Bretland finni fyrir samdrætti en að matvöruverslunarkeðjan Iceland skili hins vegar góðum hagnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×