Innlent

Vg og Samfylking vilja Hallargarð í upprunalegt horf

Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi Vg sendi frá sér tillöguna.
Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi Vg sendi frá sér tillöguna.

Umhverfis- og samgönguráð samþykkir að Hallargarðurinn verði færður í upprunalegt horf, skv. teikningum Jóns H. Björnssonar landslagsarkitekts. Garðyrkjustjóra verði falið að hefja nú þegar undirbúning og áætlanagerð. Þetta er tillaga frá fulltrúum Vinstri grænna og Samfylkingar.

„Meðal þess sem þarf að gera er að koma aftur upp tjörn og endurnýja hellulögn með marghyrndum hellum.Jafnframt þarf að planta Reynivið í stað þess sem nú hefur verið felldur. Verkið má vinna í áföngum, en því skal vera lokið haustið 2010.

Hallargarðurinn er einstakur í íslenskri garðlistasögu. Þetta er fyrsti almenningsgarðurinn, hannaður af fyrsta íslenska landslagsarkitektinum, Jóni H. Björnssyni. Jón H. Björnsson var frumkvöðull og kynnti margar nýjungar, stofnaði gróðrastöð og miðlaði þekkingu sinni til margra seinni tíma arkitekta og listamanna. Er það vel við hæfi að heiðra þennan merka frumherja með því að koma hans þekktasta verki í upprunalegt horf."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×