Innlent

Pattstaða á Suðurlandsvegi

Svona var umhorfs við Suðurlandsveg fyrir stundu.
Svona var umhorfs við Suðurlandsveg fyrir stundu. MYND/Vísir

Pattstaða virðist í mótmælunum við Suðurlandsveg og þar hefur lögregla enn mikinn viðbúnað. Síðastliðna klukkustund hefur fátt gerst en mótmælendur, bæði vörubílstjórar og almennir borgarar, eru við bensínstöð Olís við Rauðavatn og hafa af og til kastað eggjum í átt að lögreglu.

Töluverður hópur ungmenna er á staðnum og um tvöleytið í dag mættu nemendur úr Iðnskólanum í Hafnarfirði klæddir eins og Adolf Hitler, en þeir munu hafa verið að dimmitera og ákveðið að taka þátt í mótmælunum.

Um eittleytið í dag handtók lögregla um fimm manns sem stóðu fremst í flokki í aðgerðum vörubílstjóra í morgun og hafa því samtals um tíu manns verið handteknir frá því aðgerðir vörubílstjóra hófust klukkan níu í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×