Erlent

Hundar björguðu stúlkubarni úr for

Frá Indlandi. Þar geisar um þessar mundir hitabylgja.
Frá Indlandi. Þar geisar um þessar mundir hitabylgja. MYND/AP

Hundruð Indverja hafa flykkst til lítils þorps í héraðinu Bihar í austurhluta landsins til að berja augum stúlkubarn sem þrír hundar björguðu eftir að það var yfirgefið í forarhaugi. Þorpsbúar björguðu barninu úr forinni eftir að hundarnir höfðu hreinsað mestu forina frá því og hófu að gelta og láta ófriðlega til að vekja athygli á barninu.

Stúlkunni var komið í fóstur hjá ungu barnlausu pari en talið er að móðir hennar hafi borið hana út en slíkt er títt í Indlandi. Líkt og í Kína eru sveinbörn eftirsóttari afkvæmi en stúlkubörn þar sem þau eru álitin nýtast betur við vinnu og fæðuöflun. Þá áætla Sameinuðu þjóðirnar að um 2.000 kvenkyns fóstrum sé eytt daglega í Indlandi.

Reuters greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×