Erlent

Verðlaun fyrir að rækta kjöt í tilraunastofu

Dýraverndunarsamstökin PETA bjóða nú milljón dollara í verðlaun handa þeim vísindamanni sem tekst að rækta kjöt á tilraunastofu. Kjötið á að vera söluvara og engin bragðmunur má vera á því og náttúrulegu kjöti. Keppnin um hver verði fyrstur til að takast þetta á að standa fram til ársins 2012.

Eitt af skilyrðunum er að kjötið sé hægt að framleiða í svo miklu magni að hægt sé að selja það í tíu ríkjum Bandaríkjanna og það á verði sem er sambærilegt við verð á kjúklingakjöti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×