Innlent

Hreinn Haraldsson settur vegamálastjóri

Hreinn Haraldsson
Hreinn Haraldsson

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, hefur sett Hrein Haraldsson í embætti vegamálastjóra til eins árs, frá 1.maí. Hreinn er jarðfræðingur að mennt og kom til starfa hjá Vegagerðinni árið 1981. Hann hefur undanfarið gegnt þar starfi framkvæmdastjóra þróunarsviðs. Tíu sóttu um stöðuna.

Tíu manns sóttu um stöðuna, þar af þrír úr yfirstjórn Vegagerðarinnar. Auk Hreins voru það Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri og Jón Helgason, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs.

„Eftir ítarlega og málefnalega skoðun á umsóknum og atriðum sem fram komu í viðtölum við umsækjendur, er það mitt mat að Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar sé hæfasti umsækjandinn til þess að gegna stöðu vegamálastjóra,“ segir Kristján L. Möller í rökstuðningi á heimasíðu samgönguráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×