Innlent

Heilbrigðisráðherra þakklátur Árna Tryggvasyni

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra er þakklátur Árna.
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra er þakklátur Árna.

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segist þakklátur Árna Tryggvasyni leikara fyrir að vekja athygli á aðbúnaði á geðdeild 32c við Hringbraut.

Fyrir fáeinum dögum skrifaði Árni grein í Morgunblaðið þar sem hann vakti athygli á aðbúnaði sjúklinga og starfsfólks á deildinni. Eftir það birtist viðtal við Árna hér á Vísi og svo í Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Guðlaugur segist ekki hafa séð viðtalið við Árna en telur að þessar ábendingar hans séu réttar.

„Það er því miður ekki bundið við þessa deild og þess vegna er einmitt verið að byggja nýjan spítala,“ segir ráðherra. Þá segist Guðlaugur vera þakklátur Árna fyrir hlý orð í garð starfsfólks Landspítalans.


Tengdar fréttir

Segir aðbúnað á geðdeild óviðunandi

"Ég átti satt að segja von á því að það væri betur hlúð að þeim sem þarna liggja og þeirra sem þarna starfa," segir Árni Tryggvason leikari um aðbúnað sjúklinga og starfsfólks á geðdeild landspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×