Innlent

Ölvaður ökumaður reyndist án bílprófs

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ölvaðan ökumann í Keflavík í gærkvöldi og reyndist hann aldrei hafa tekið bílpróf.

Um miðnætti var svo annar handtekinn, grunaður um ölvun og fíkniefnaneyslu, og er sá talinn hafa ekið á umferðarmerki skömmu áður.

Þá var átján ára piltur stöðvaður eftir að hafa mælst á 152 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut í nótt þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkusutnd. Hann á yfir höfði sér ökuleyfissviftingu og háar sektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×