Innlent

Enn leitað í Esjunni

Um 120 manns leituðu í gær þegar mest var. Mynd/ GVA
Um 120 manns leituðu í gær þegar mest var. Mynd/ GVA

Maðurinn sem leitað hefur verið að í Esjunni frá því um hádegisbil í gær er enn ekki fundinn. Að sögn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar eru nú um 30 manns við leit með hunda.

Þyrla á vegum Landhelgisgæslunnar er einnig notuð við leitina. Leitað verður að manninum eins lengi og veður leyfir en veðurspáin fyrir kvöldið gerir ráð fyrir slæmum leitarskilyrðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×