Innlent

Rann í hálku og fékk fjórar milljónir frá ríkinu

Kona sem var við vinnu á Heilbrigðisstofnun Selfoss árið 2003 fékk dæmdar tæpar fjórar milljónir frá íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan fór í mál við ríkið eftir að hún hlaut áverka á fæti við vinnu.

Var konan við störf á Heilbrigðisstofnun Selfoss þann 15.nóvember 2003 eins og fyrr segir. Er hún var að ýta sjúklingi í hjólastól út á svalir hússins rann hún til í hálku og skábraut og hlaut áverka á hægri fæti.

Í örorkumatsgerð sem konan aflaði kemur fram að við slysið hafi orðið hlutaliðhlaup á hægri hnéskel, tognun á hægra hné og tognun á hægri ökkla. Eftir slysið hafi konan haft óþægindi bæði í hné og ökkla, en megináhersla verið lögð á meðferð vegna hnéóþæginda.

Konan fór fram á að fá greiddar 3.990.639 krónur auk vaxta sem Héraðsdómur féllst á. Auk þess þarf íslenska ríkið að greiða 600.000 krónur í málskostnað




Fleiri fréttir

Sjá meira


×