Innlent

Tók skóflustungu að álveri sem hann hefur ekki tekið afstöðu til

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra var einn þeirra Samfylkingarmanna sem fór í gær að Þjórsárbökkum að kynna sér fyrirhuguð virkjunaráform á svæðinu. Í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni segir að fundurinn hafi gengið glimrandi vel.

Í tilkynningunni segir m.a. að Ellert B. Schram þingmaður Samfylkingarinnar og Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra hafi lýst yfir andstöðu við virkjanaframkvæmdir á svæðinu.

„Íbúarnir nýttu tækifærið og spurðu viðskiptaráðherra af hverju hann hafi tekið skóflustungu að nýju álveri í Helguvík. Ráðherrann ítrekaði þá andstöðu sína við virkjun í neðri Þjórsá en sagðist ekki hafa tekið sérstaka afstöðu til álversins í Helguvík."

Að fundinum loknum héldu fundarmenn í útsýnisferð um ráðgert lónsvæði og nutu þar náttúrufegurðarinnar innan um fjölmörg mótmælaskilti sem íbúar hafa reist. Síðasti áfangastaður var hinn stórbrotni Urriðafoss sem ljóst er að verður ekki svipur hjá sjón ef virkjun verður að veruleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×