Innlent

Ólík afstaða Þorsteins og Davíðs eðlileg

Starfandi forsætisráðherra segir fullkomlega eðilegt að fólk hafi skoðanir á peningamálastefnunni og opnar umræður fari fram um hana enda þurfi að taka hana til endurskoðunar. Davíð Oddsson sagði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2001 að bankastjórnin ætti að fara varlega í umræðum um peningamálastefnuna og ekki jagast um hana við fréttamenn og aðra.

Þegar peningamálastefnan með sínu verðbólgumarkmiði var ný sagði Davíð Oddsson þá forsætisráðherra í fyrirspurnartíma á landsfundi Sjálfstæðisflokksins:

,,Ég tel að Seðlabankinn verði til að mynda að fara mjög varlega í allar umræður um málið eða vera að jagast við fréttamenn eða aðra. Hann á frekar að vera þögull áhorfandi og gefa út sínar tilkynningar þegar það á við en ekki vera í almennum umræðum við fjölmiðla eða aðra. Á hinn bóginn þarf hann líka að fylgjast með öðrum þáttum, þó að verðbólgumarkmiðið sé hans fyrsta markmið. Og svo þarf hann að huga að því hvort mjög háir vestir séu örugglega til þess fallnir að lækka verðbólgu. Það mætti hugsa sér að mjög háir vextir geti haft þver öfug áhrif."

Nú hefur Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður flokksins gagnrýnt Davíð fyrir hið gagnstæða í leiðara Fréttablaðsins í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir staarfandi forsætisráðherra segir fullkomlega eðlilegt að fram fari opin skoðanaskipti í þjóðfélaginu.

Mestu skipti að ræða peningamálin og efnahagsmálin, að mati Þorgerðar og nú sé Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar að leita upplýsinga í Brussel og það sé gott.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×