Innlent

Geir og Ban Ki-Moon hittust í New York

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, átti í dag fund með Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í New York. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að á fundinum hafi þeir rætt um alþjóðleg viðbrögð við afleiðingum loftlagsbreytinga, framlag Íslands á vettvangi SÞ og framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Þá mun Ban ki-Moon hafa þáð boð forsætisráðherra um að heimsækja Ísland þegar tækifæri gæfist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×