Innlent

Þrýst á um verðhækkanir

Bunkar tilkynninga frá heildsölum um verðhækkanir hrannast nú upp daglega í matvöruverslunum. Framkvæmdastjóri Bónuss segir mikinn þrýsting á verðhækkanir eftir gengislækkun krónunnar að undanförnu.

Íslensk heimili finna glöggt fyrir verðhækkunum á neysluvörum þessa dagana, ekki síst á erlendum vörum, en meirihluti þeirra er keyptur inn frá evrulöndum. Gengisþróun evrunnar síðustu tólf mánuði sýnir hvað innflutningsverslunin þarf að glíma við. Fyrir ári kostaði evran 88 krónur. Fyrir einum mánuði var hún komin í 122 krónur og þótti flestum nóg um. Síðan hefur hún enn haldið áfram að hækka og fór í dag í 141 krónu.

Hjá Bónus sjá menn nú hækkanatilkynningar hrannast upp daglega frá heildsölum. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss segir gríðarlegan þrýsting á verðhækkanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×