Erlent

Bönkum bjargað um alla Evrópu

MYND/AP

Það fjölgar ört í hópi þeirra Evrópuríkja sem grípa til aðgerða til að bjarga bönkum með innspýtingu í fjármálakerfið.

Ríkisstjórn Þýskalands hefur ákveðið að leggja fram allt að 480 milljarða evra til að bjarga bankakerfi landsins og þá leggja frönsk stjórnvöld til 360 milljarða evra til að bjarga málum þar í landi. Enn fremur hyggjast austurrísk stjórnvöld standa vörð um bankakerfi sitt með því að reiða fram 100 milljarða evra.

Þessar gríðarlegu fjárhæðir bætast við fjármuni sem bresk stjórnvöld hafa þegar ákveðið að verja til að þjóðnýta þrjá af stærstu bönkum landsins, en sú upphæð nemur um 37 milljörðum punda. Þá hafa norsk stjórnvöld einnig ákveðið að leggja 350 milljarða norskra króna til að auka tilrú á norska bankakerfið.

Svo virðist sem fregnir af þessum aðgerðum hafi skilað tilætluðum árangri á mörkuðum því hlutabréfaverð hækkaði á mörkuðum í Evrópu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×