Innlent

Tókst að bjarga hraðfiskibátnum við Ægisgarð

Nýlegur sjö tonna hraðfiskibátur var rétt sokkinn í Suðurbugtinni við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun.

Kallað var á slökkviliðið sem mætti með dælubíl og kafara til að koma böndum á bátinn. Auk þess mættu menn með útbúnað til að hindra olíumengun, en olíu tæki að leka frá bátnum. Slökkviliðsmönnum tókst á síðustu stundu að koma böndum undir bátinn og marar hann nú hálfur í kafi við bryggju.

Fyrir stundu var verið að flytja stóra dælu niður á bryggju, sem á að nota til að dæla sjó úr bátnum og eftir það verður hann væntanlega hífður upp á bryggju. Ekki liggur fyrir hvers vegna leki kom að bátnum eða hvort siglingatæki, rafkerfi eða jafnvel vélin hafa eyðilagst.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×