Innlent

Vatnsátöppunarverksmiðja opnuð í dag

Jón Ólafsson.
Jón Ólafsson.

Vatnsátöppunarverksmiðja Icelandic Water Holdings, félags Jóns Ólafsssonar athafnamanns og Kristjáns sonar hans, verður opnuð með formlegum hætti í dag að viðstöddum þremur ráðherrum, iðnaðarráðherra, viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra.

Verksmiðjan er að Hlíðarenda í Ölfusi og er allst 6.700 fermetrar að stærð. Aðeins er rúmt ár síðan skóflustunga var tekin að verksmiðjunni en áætlanir gera ráð fyrir að hún geti tappað allt að 250 milljónum lítra af vatni á ári.

Fram hefur komið í fréttum að Icelandic Water Holdings hafi í fyrra samið við bandaríska drykkjavörurisann Anheuser-Busch sem hvað þekktast er fyrir framleiðslu á Budweiser-bjór. Fyrirtækið hefur eignast fimmtungshlut í vatnsfyrirtækinu mun dreifa vatninu undir merkjum Icelandic Glacial um öll Bandaríkin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×