Innlent

Greiddi fyrir heimsendan mat með fölsuðum seðlum

Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur tvítugum manni fyrir peningafals. Samkvæmt ákæru sem þingfest var í gær á maðurinn að hafa greitt sendli sem kom með mat heim til hans með tveimur fölsuðum fimm þúsund króna seðlum. Fyrirtaka verður í málinu á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×