Innlent

Táknræn athöfn við Kennaraháskólann vegna sameiningar

Sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands var fagnað á táknrænan hátt við húsnæði Kennarháskólans við Stakkahlíð í morgun þegar skilti Háskóla Íslands var formlega vígt. Deildir Kennaraháskólans munu heyra undir nýtt menntavísindasvið Háskóla Íslands sem verður til við sameiningu skólanna.

Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sem vígði skiltið að viðstöddum Kristínu Ingólfsdóttur, rektor HÍ, og Ólafi Proppé, fráfarandi rektor KHÍ, ásamt fleirum. Þá voru fánar Háskóla Íslands dregnir að húni á sama tíma á Laugavatni sem er útvörður Háskólans á Suðurlandi. Þessar athafnir eru fyrstar í röð af viðburðum sem tengjast sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands sem er í dag.

Eftir sameininguna verða 13.000 nemendur í Háskóla Íslands og verður hann langstærsti háskóli landsins og leiðandi á sviði æðri menntunar eins og segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×