Innlent

Fimm hundruð milljóna króna kostnaður vegna Laugavegar 4-6

Svandís Svavarsdóttir og Dagur B. Eggertsson.
Svandís Svavarsdóttir og Dagur B. Eggertsson.

Minnihlutinn í borgarráði Reykjavíkur segir að heildarfjárútlát Reykjavíkurborgar af kaupum og uppbyggingu á húsum við Laugaveg 4 og 6 geti orðið meira en milljarður króna og fórnarkostnaðurinn sem falla muni á borgarsjóð verði ekki undir hálfum milljarði en ekki um 200 milljónir eins og formaður skipulagsráð hafi haldið fram í fréttum. Þetta kemur fram í bókun sem minnihlutinn lagði fram á borgarráðsfundi í dag.

„Eignirnar voru keyptar á yfirverði, 580 mkr, og miðað við kostnaðaráætlun Minjaverndar og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen frá janúar sl. og þann kostnað sem nú hefur verið lagður í skipulag og hönnun má gera ráð fyrir að 400 - 500 milljónir króna verði lagðar til endurbyggingar og hönnunar. Endanlegt söluverð verkefnisins ræðst af aðstæðum á markaði og þeim tímapunkti sem valinn verður til útboðs eða sölu," segir í bókuninni.

Minnihlutinn segir að samandregið verði fjárútlát Reykjavíkurborgar á bilinu 1.000 - 1.100 milljónir króna . Söluverði eignanna sé hins vegar allt að 520 milljónir króna. Mismunurinn, fórnarkostnaður Reykjavíkurborgar, verði hálfur milljarður króna. Þá sé ótalinn fjármagnskostnaður vegna fjárbindingarinnar sem í verkefninu felist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×