Þriðja hvert hjónaband endar með skilnaði 28. maí 2008 09:18 Ríflega þriðja hvert hjónaband hér landi endar með skilnaði samkvæmt samantekt Hagstofunnar þar um. Tölur Hagstofunnar sýna enn fremur að ríflega 1.700 pör gengu í það heilaga á síðasta ári. Auk þess staðfestu 19 pör samkynhneigðra samvist í fyrra, tíu pör karla og níu kvenna. Á sama tíma skráðu nærri 2.100 gagnkynhneigð pör sig í óvígða sambúð og 32 samkynhneigð pör sem er nokkuð minna en árið 2006 þegar pörin voru 52. Lögskilnaðir árið 2007 reyndust 515 og 603 pör skráðu sig úr sambúð. Giftingartíðni fremur lág Bent er á í frétt Hagstofunnar að líkt og annars staðar á Norðurlöndum sé giftingartíðni fremur lág hér á landi. Fjöldi hjónavígsla á hverja þúsund íbúa var 5,5 árið 2007 samanborið við 5,8 ári fyrr. Giftingartíðni lækkaði ört frá miðjum 8. áratugnum og náði sögulegu lágmarki árið 1990 en þá var giftingartíðni 4,5 af hverjum þúsund íbúum. Eftir það hækkaði giftingartíðnin og hefur verið á bilinu 5,2 til 5,8 frá síðustu aldamótum. Samkvæmt upplýsingum af hjónavígsluskýrslum bjuggu 85 prósent allra hjónaefna saman áður en þau festu ráð sitt. Meðalgiftingaraldur reynist nú 34 ár hjá körlum og 32 ár hjá konum og hefur hækkað ört undanfarna áratugi. Meðalaldur við stofnun sambúðar er hins vegar rúm 29 ár meðal karla en 27 ár meðal kvenna. Skilnaðartíðni stendur í stað Skilnaðartíðni hefur staðið í stað undanfarin ár. Hún hækkaði úr um það bil einum í tvo á hverja þúsund íbúa á 8. áratug 20. aldar en hefur verið stöðug síðan þá. Samanborið við önnur lönd í norðan- og vestanverðri Evrópu er skilnaðartíðni hér á landi lág. Af einstökum Norðurlöndum er skilnaðartíðni hæst í Danmörku eða um 2,8 á hverja þúsund 1.000 íbúa.Hagstofan segir skilnaðartíðni mælda sem skilnaði á hverja þúsund íbúa gefa nokkuð misvísandi mynd af umfangi skilnaða. Því sé betra að horfa til uppsafnaðs skilnaðarhlutfalls, en þetta hlutfall mælir hversu mörg hjónabönd enda með skilnaði. Uppsafnað skilnaðarhlutfall var 34 prósent árið 2007 miðað við 35 prósent árið 2006. Alls staðar á Norðurlöndum er uppsafnað skilnaðarhlutfall hærra en hér, hæst í Svíþjóð en þar enda 55 prósent hjónabanda með skilnaði. Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Ríflega þriðja hvert hjónaband hér landi endar með skilnaði samkvæmt samantekt Hagstofunnar þar um. Tölur Hagstofunnar sýna enn fremur að ríflega 1.700 pör gengu í það heilaga á síðasta ári. Auk þess staðfestu 19 pör samkynhneigðra samvist í fyrra, tíu pör karla og níu kvenna. Á sama tíma skráðu nærri 2.100 gagnkynhneigð pör sig í óvígða sambúð og 32 samkynhneigð pör sem er nokkuð minna en árið 2006 þegar pörin voru 52. Lögskilnaðir árið 2007 reyndust 515 og 603 pör skráðu sig úr sambúð. Giftingartíðni fremur lág Bent er á í frétt Hagstofunnar að líkt og annars staðar á Norðurlöndum sé giftingartíðni fremur lág hér á landi. Fjöldi hjónavígsla á hverja þúsund íbúa var 5,5 árið 2007 samanborið við 5,8 ári fyrr. Giftingartíðni lækkaði ört frá miðjum 8. áratugnum og náði sögulegu lágmarki árið 1990 en þá var giftingartíðni 4,5 af hverjum þúsund íbúum. Eftir það hækkaði giftingartíðnin og hefur verið á bilinu 5,2 til 5,8 frá síðustu aldamótum. Samkvæmt upplýsingum af hjónavígsluskýrslum bjuggu 85 prósent allra hjónaefna saman áður en þau festu ráð sitt. Meðalgiftingaraldur reynist nú 34 ár hjá körlum og 32 ár hjá konum og hefur hækkað ört undanfarna áratugi. Meðalaldur við stofnun sambúðar er hins vegar rúm 29 ár meðal karla en 27 ár meðal kvenna. Skilnaðartíðni stendur í stað Skilnaðartíðni hefur staðið í stað undanfarin ár. Hún hækkaði úr um það bil einum í tvo á hverja þúsund íbúa á 8. áratug 20. aldar en hefur verið stöðug síðan þá. Samanborið við önnur lönd í norðan- og vestanverðri Evrópu er skilnaðartíðni hér á landi lág. Af einstökum Norðurlöndum er skilnaðartíðni hæst í Danmörku eða um 2,8 á hverja þúsund 1.000 íbúa.Hagstofan segir skilnaðartíðni mælda sem skilnaði á hverja þúsund íbúa gefa nokkuð misvísandi mynd af umfangi skilnaða. Því sé betra að horfa til uppsafnaðs skilnaðarhlutfalls, en þetta hlutfall mælir hversu mörg hjónabönd enda með skilnaði. Uppsafnað skilnaðarhlutfall var 34 prósent árið 2007 miðað við 35 prósent árið 2006. Alls staðar á Norðurlöndum er uppsafnað skilnaðarhlutfall hærra en hér, hæst í Svíþjóð en þar enda 55 prósent hjónabanda með skilnaði.
Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira